Myndin er sköpuð fyrir greinina Dropinn sem meitlar steininn eftir Sólu Þorsteinsdóttur.
„Sjálf er ég komin á þann stað að ég get ekki gengið inn í fatabúð. Ég fæ mig ekki til þess. Ég get ekki réttlætt fyrir sjálfri mér að kaupa mér nýja flík, bara af því mig langar í hana. Ég get ekki réttlætt fyrir sjálfri mér að eyða í óþarfa. Þá er ekki þar með sagt að ég þykist vera heilagari en einhver annar. Ég borða kannski ekki kjöt eða fisk en ég borða samt dýraafurðir, þó ég fái óbragð af tilhugsuninni. Hugsanavillan er enn til staðar, ég veit hvað ég er að gera en get samt ekki tekið skrefið. Það virðist svo óyfirstíganlegt."
Prentuð á hágæða Munken Polar 240gr. pappír.