Skilmálar – Uppskera

Skilmálar

Velkomin á Uppskeru listamarkað sem er í eigu og rekstri Vía ehf. kt. 551020-1930. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við Uppskeru listamarkað.

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota Uppskeru samþykkir þú þessa skilmála. 

1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

2. VÖRUÁBYRGÐ

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef kaupandi velur að senda vöru sem hann vill skila, greiðir hann sjálfur sendingargjaldið til Flóru Útgáfu.

3. NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Við kappkostum að hafa réttar lýsingar og vörumyndir í vefverslun okkar. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

4. VERÐ

Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram. Virðisaukaskattur er innifalinn í verði. Afhendingarleið er valin í lok pöntunar sem getur leitt til aukins sendingarkostnaðs. 

5. GREIÐSLULEIÐIR

Eftirfarandi kort er hægt að nota á Uppskeru listamarkaði:

Visa og Mastercard

6. GREIÐSLUVANDAMÁL

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

7. ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Okkur er annt um öryggi viðskiptavina. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar.

Hins vegar geta gamlir vafrar verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota.

Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum. 

8. SENDINGAR

Við gerum okkar besta til að tryggja þér bestu og skjótvirkustu sendingarleiðir sem völ er á, en sendingartíminn veltur þó alltaf á staðsetningu viðtakanda. Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.

Þegar greiðsla hefur borist eru pantanir sendar samkvæmt því sem kaupandi hefur valið.

Gætið að því að heimili séu rétt merkt og þegar pöntun er gerð að hafa nafn og heimilisfang eins ítarlegt og kostur er.

9. VÖRUSKIL

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef kaupandi velur að senda vöru sem hann vill skila, greiðir hann sjálfur sendingargjaldið til Flóru Útgáfu. 

10. GÖLLUÐ VARA

Ef vara er með augljósan galla er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Uppskera allan sendingarkostnað sem um ræðir.

Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.

11. HÖFUNDARÉTTUR

Allt efni í vefverslun, þ.m.t. vörumerki, myndir, texti, ljósmyndir, grafík, hljóð og mynd, er í eigu Flóru Útgáfu ehf. og er höfundarvarið.

Ekki er heimilt að nota, afrita eða selja efni af síðunni án skriflegs samþykkis okkar.

12. ÁBYRGÐ OG SKULDBINDING

Vefverslun þessi er opin öllum en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar né erum við skuldbundin til að eiga alltaf allar vörur til á lager. 

13. LÖG OG VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál hans vegna skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Hafa samband: uppskera@uppskera-listamarkadur.is