Buff er höfuðfat sem upphaflega var hugsað fyrir ýmis konar útivist. Á Íslandi hafa stórfyrirtæki á borð við tryggingafélög, banka, bensínstöðvar og útflutningsfyrirtæki sett lógóin sín á slík höfuðföt og gefið börnum meðal annars með því að dreifa í skóla. Þar sem buffin eru vinsæl meðal barna hafa þau ósjálfrátt orðið auglýsingaskilti fyrir vöru sem er sýnileg foreldrum og öðrum mörgum stundum. Verkið var unnið í þeim tilgangi að komast yfir vissa reiði gagnvart buffum merktum stórfyrirtækjum en í staðinn fyrir að líta niður á buffið, ákvað Anna Margrét að upphefja það með því að klæðast því einu fata og setja sig í listasögulegar stellingar. Í kjölfarið af verkunum stofnaði Anna Margrét Alþjóðlega buff daginn sem haldinn er hátíðlegur þann 24.nóvember ár hvert.