Listafólkið okkar: Anna Margrét
Anna Margrét (f.1992) útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019. Í verkum sínum vinnur Anna Margrét með myndbirtingar neyslusamfélagsins. Með því að umbreyta ýmsum hversdagslegum viðfangsefnum inn í listsamhengið, rannsakar hún hvernig þau koma fyrir í tilverunni okkar. Hún veltir fyrir sér hvernig nútímaeinstaklingurinn skapar ímynd sína í samhengi við tilætlanir neyslusamfélagsins og setur þær pælingar fram á írónískan og kómískan hátt. Anna Margrét stundar nú Alþjóðlegt meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands þar sem hún rannsakar hugtakið rómantík í gegnum gjörningamiðilinn.