Mæðradagurinn – Uppskera

Mæðradagurinn

Auðvitað ætti að halda uppá mæður á hverjum degi, en þær eiga sannarlega skilið sinn eigin dag. Dagurinn er ekki bara til að fagna konunni sem kom þér í heiminn, heldur líka vinkonu þinni sem er ólétt eða var að eignast barn, tengdamömmu þinni, ömmu þinni, uppalanda og manneskjunni sem hefur komið þér í móður stað. 

Í tilefni mæðradagsins ætlum við hjá Uppskeru að bjóða uppá sérstaka þjónustu við að skrifa á og afhenda kort og listaverk þann 9.maí. Þú velur kort (og listaverk 😉) , skrifar kveðju í textaboxið og við skrifum á kortið og afhendum til þeirra sem þig langar að gleðja. List endist nefnilega mun lengur en blómvöndur og þú styður í leiðinni við upprennandi listafólk ✨

Fresturinn til að nýta þessa þjónustu er á miðnætti 4.maí og við hvetjum þig til að kynna þér opnunartíma okkar hér, veljir þú að sækja.