Landvættirnar eru skapaðar fyrir greinina Brotnar greinar, eftir Söru Mansour.
„Fjölskyldusameining er nátengd öðrum mannréttindum, einkum rétti barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína samkvæmt Barnasamningi Sameinuðu þjóðanna, og hliðstæðum skyldum foreldra til að bera jafna ábyrgð á uppeldi og þroska barna sinna. Í tilfelli einstaklinga undir lögaldri má því almennt gera ráð fyrir að þeim verði ekki stíað frá foreldrum sínum með ákvörðun stjórnvalda, nema það sé barninu fyrir bestu.
Hér á landi tekur fjölskyldusameining til „nánustu aðstandenda“. Með því er í núgildandi útlendingalögum átt við maka eða sambúðarmaka, foreldra eldri en 67 ára og börn yngri en 18 ára sem eru „í forsjá og á framfæri“ viðkomandi. Með lagabreytingunni tæki reglan einnig til stjúpbarna í fylgd maka eða sambúðarmaka, sem verður að teljast jákvæð viðbót í ljósi fjölskyldusamsetningar sem orðið hefur algengari vegna hárrar dánartíðni flóttafólks. Á hinn bóginn takmarkar lagabreytingin regluna þannig að hún nær ekki til barna í hjónabandi eða sambúð. Er hér um afar hættulega breytingu að ræða, bæði út frá sjónarhorni kven- og barnaréttar, enda gerðu bæði UN Women og UNICEF á Íslandi athugasemdir í umsögnum sínum um frumvarpið. Þótt að börn, einkum ungar stúlkur, séu gefnar í hjónaband eða gert að búa með oft sér eldri mönnum, hvaða ástæður sem kunna að liggja að baki slíkri tilhögun, hætta þær ekki að vera börn, sem eiga rétt á umönnun og samvist við foreldra sína. Er þvert á móti um að ræða einkar viðkvæman hóp, m.a. vegna tíðni heimilisofbeldis í barnahjónaböndum."
Ef allar 4 landvættirnar eru keyptar saman fást þær ódýrari, hægt er að kaupa þær hér.
Allur ágóði sölu þessarra verka renna til Solaris - Hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á íslandi.
Sjá öll verk eftir Alex Steinþórsdóttur