„Geðkveisa er verk sem endurspeglar tilfinningalegt og geðrænt ástand mitt á undanförnum mánuðum. Síðustu mánuðir hafa verið upp og niður á alla vegu. Ég ákvað að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi vegna andlegrar heilsu minnar og komst að því að það er ansi dýrt að fara til sálfræðings á Íslandi. Mig langar að halda áfram að bæta mig og fá hjálp. Þess vegna er ég að selja þessi eftirprent, til þess að geta fengið meðferðina sem mig vantar. Ég valdi að nota græna málningu þar sem hún táknar bæði illsku og frelsi í mínum huga. Grænn er blendnar tilfinningar og óreiða.
Með þessu verki vildi ég einnig vekja athygli á geðheilsu og minna á að það er venjulegt að tala um hana og fá hjálp.“
Takmarkað magn í boði, hvert prent númerað og áritað.
Takmarkað magn í boði, hvert prent númerað og áritað.
Sarkany hefur myndskreytt fjölda greina fyrir Vía útgáfu sem sjá má hér.