Kaffi vekur ákveðna stemningu, bæði er það hlýtt og gott að njóta þess í góðum
félagskap en einnig getur það dregið fram skapandi hlið drekkandans. Hljóðið í
kaffivél sem malar baunir, vatni sem sýður og rennsli fersks kaffis ofan í bolla eða
könnu er óður hversdagsins.
Díana samdi ljóð og Sjöfn skapaði listaverk sem fangar efni verksins.
Aðferð: grafísk teikning
Stærð: A4
Verkið er prentað á hágæða Munken Polar 240gr. pappír í svansvottaðri verksmiðju.