Þann 21.06.23 varð Vía vefútgáfa 5 ára!
Vía er móðurfélag Uppskeru og rekur Uppskeru listamarkað, en er einnig vefútgáfa sem hefur gefið út veftímarit og sjálfstæðar greinar frá árinu 2018.
Afmælisritið er samansafn tímalausra greina sem hafa birst á Vía útgáfu síðustu 5 árin ásamt myndskreytingum eftir listafólk sem margt selur list sína á Uppskeru.
Dagatal Vía leggur áherslu að fagna þeim sem áður hafa verið falin.
Í samstarfi við Kvennasögusafnið höfum við skapað dagatal hvar mikilvægir dagar í jafnréttisbaráttu kvenna, fatlaðra, hinsegin og annarra hópa sem hefur verið ýtt er á jaðar samfélagsins eru merktir inn. Dagar sem mikilvægt er að við öll þekkjum, munum og fögnum.