„Ég hef alltaf fundið fegurð í hversdagsleikanum og teikna oftast viðfangsefni sem eru úr mínu nærumhverfi. Ég fæ einhverja löngun í að festa það sem mér finnst fallegt niður á pappír. Það getur verið kaffibollinn með morgunmatnum eða bleikt sólarlag sem kveikir áhugan. Kyrralífsmyndir hafa lengi verið iðkaðar í listasögunni en þær hafa misst listrænt gildi sitt að vissu leyti í nútímanum. Viðfangsefnin þykja kannski frekar kvennleg sem að er oft litið niður á. Ég held samt að það sé mikilvægt að kunna að meta hlutina í kringum sig og mig langar til að hvetja fólk til að staldra við, hægja á, neyta minna en læra að finna fegurðina í því sem maður á.“ - Hildigunnur Sigvalda
Vatnslitaverk, prentað á Munken Polar 240gr pappír.
Prentuð á hágæða Munken Polar 240gr. pappír hjá Svansvottaðri prentsmiðju.