
Allir dagar eru mæðradagar er þriðja sería Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur sem hún vann fyrir mæðradaginn 2020. Það sem byrjaði sem lítil gjöf fyrir hennar eigin mömmu endaði á því að gleðja fjölmargar mömmur, bæði á Íslandi og erlendis.
En það þarf ekki að vera mæðradagur til þess að við minnum mömmur okkar á það hversu dásamlegar þær eru.
Nú eða systur.
Fáanleg í prenti á þykkan, vandaðan pappír í stærð 21x30 cm eða sem tækifæriskort í stærð 10,5x15 cm.
Fullkomin gjöf fyrir heimsins bestu systur.