Guðmunda Guðrúnardóttir – Uppskera

Listafólkið okkar: Guðmunda Guðrúnardóttir

Guðmunda er 33 ára sagnfræðingur og samhliða sagnfræðináminu tók hún listfræði sem aukagrein. Áhugasvið hennar beinist sérstaklega að sögu kvenna og er það draumur hennar að gera hlut íslenskra kvenna í uppbyggingu samfélags okkar og menningar sýnilegri. Guðmunda er stofnandi Instagram síðunnar islenskarlistakonur, og hafði að leiðarljósi að vekja athygli á þeim fjölmörgu listakonum sem lögðu sitt af mörkum til íslensku listasenunnar á 20. öld.

„Sjálf er ég ekki menntuð í myndlist en ég bjó til þessar mixed media myndir í byrjun
ársins 2018. Þetta var mín leið til að fá útrás fyrir reiðinni sem kraumaði inní mér í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Frá því í október 2017 hafði ég fylgst með og lesið frásagnir af þeim ömurlegu aðstæðum sem konur hafa þurft að lifa við í íþróttastarfi, á vinnumarkaði og bara alls staðar. Ekki hjálpuðu riddarar feðraveldisins sem voru á fullu að afsaka hegðun karlmanna og gera lítið úr upplifun þeirra kvenna sem stigu fram og sögðu frá.“

Útkoman er myndaserían ,,Judith with the Head of #NotAllMen. Auk seríunnar er ein mynd þar sem viðfangsefnið er Timoclea en ekki Júdít og kallast sú mynd “Timoclea by the Well, Actually.” Viðfangsefni verkanna eru tvær sterkar kvenkynssögupersónur sem neituðu að láta karlmenn taka völdin úr þeirra höndum.

Instagram

 


5 vörur
  • Judith with the Head of #NotAllMen IV
    Listamanneskja
    Guðmunda Guðrúnardóttir
    Upprunalegt verð
    Verð frá 5.000 kr
    Verð
    Verð frá 5.000 kr
    Upprunalegt verð
    Verð
    per 
    Uppselt
  • Judith with the Head of #NotAllMen III
    Listamanneskja
    Guðmunda Guðrúnardóttir
    Upprunalegt verð
    8.000 kr
    Verð
    8.000 kr
    Upprunalegt verð
    Verð
    per 
    Uppselt
  • Timoclea by the Well, Actually
    Listamanneskja
    Guðmunda Guðrúnardóttir
    Upprunalegt verð
    8.000 kr
    Verð
    8.000 kr
    Upprunalegt verð
    Verð
    per 
    Uppselt
  • Judith with the Head of #NotAllMen I
    Listamanneskja
    Guðmunda Guðrúnardóttir
    Upprunalegt verð
    Verð frá 5.000 kr
    Verð
    Verð frá 5.000 kr
    Upprunalegt verð
    Verð
    per 
    Uppselt
  • Judith with the Head of #NotAllMen II
    Listamanneskja
    Guðmunda Guðrúnardóttir
    Upprunalegt verð
    Verð frá 5.000 kr
    Verð
    Verð frá 5.000 kr
    Upprunalegt verð
    Verð
    per 
    Uppselt