
Vín getur fegrað hina ljótustu hluti sem og þá hversdagslegustu, jafnvel snúið
veruleikanum á hvolf. Er deitið þitt ómyndarlegra en samfélagsmiðlar gáfu til kynna?
Hvað með einn drykk? Er yfirdrátturinn á kortinu vandræðalega hár? Víngleraugu
fegra þann veruleika líka. Eða hvað?
Díana samdi ljóð og Sjöfn skapaði listaverk sem fangar efni verksins.
Aðferð: grafísk teikning
Stærð: A4
Verkið er prentað á hágæða Munken Polar 240gr. pappír í svansvottaðri verksmiðju.