Ásbjörn Erlingsson – Uppskera

Listafólkið okkar: Ásbjörn Erlingsson

Ásbjörn úskrifaðist af Sjónlistabraut Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2015 og af  Myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2018. Hann er búsettur í Hollandi þar sem hann er í meistaranámi við Leiden University í Media Technology.

„Helsti innblástur og kveikja að myndum mínum er hvað mér finnst allt ógeðslega vandræðalegt. Þó svo að myndefnið snúist ekki endilega um þau, virðast þessi vandræðalegheit vera brunnur sem í er hægt er að sækja endalausan innblástur.
Yfirleitt byrja ég á myndum án þess að vita fyrirfram hvert inntak myndarinnar sé að fara að vera. Í gegnum teikningarferlið fæðist samhengi og persónur myndanna. Þetta hljómar eins og algjör klisja en svona gerist þetta! Stór hluti listsköpunar minnar hefur alla tíð tengst upplifunum á hversdagslegri karlrembu og eitraðri karlmennsku en hefur undanfarin ár færst yfir í önnur feminísk málefni til viðbótar. Þó ég hafi ekki haft vit á því áður fyrr að kalla listina femíníska, þá veit ég betur núna."

Vía er ótrúlega mikilvæg viðbót við fjölmiðlaflóru Íslands. Ég er svo þakklátur fyrir það að þetta frábæra framtak leyfi kjána eins og mér að teikna staka myndir og myndasögur fyrir útgáfur þeirra. Ekki nóg með það að ég fái að leggja mitt af mörkum á minn hátt í virkilega þarfri umræðu heldur er þetta líka gott tækifæri til að læra af mögnuðu fólki."

Instagram



4 vörur
  • Afhverju eruði ennþá að væla yfir femínisma?
    Listamanneskja
    Ásbjörn Erlingsson
    Upprunalegt verð
    Verð frá 500 kr
    Verð
    Verð frá 500 kr
    Upprunalegt verð
    5.000 kr
    Verð
    per 
    Uppselt
  • Dónakall
    Listamanneskja
    Ásbjörn Erlingsson
    Upprunalegt verð
    Verð frá 500 kr
    Verð
    Verð frá 500 kr
    Upprunalegt verð
    5.000 kr
    Verð
    per 
    Uppselt
  • Ég fíla mig
    Listamanneskja
    Ásbjörn Erlingsson
    Upprunalegt verð
    15.000 kr
    Verð
    15.000 kr
    Upprunalegt verð
    Verð
    per 
    Uppselt
  • Hversu næs?
    Listamanneskja
    Ásbjörn Erlingsson
    Upprunalegt verð
    15.000 kr
    Verð
    15.000 kr
    Upprunalegt verð
    Verð
    per 
    Uppselt