Við endurtökum leikinn frá því í fyrra með dagatali Vía, sem leggur áherslu að fagna þeim sem áður hafa verið falin. Í samstarfi við Kvennasögusafnið höfum við safnað saman mikilvægum dögum í jafnréttisbaráttu kvenna, fatlaðra, hinsegin og annarra jaðarsettra, sem okkur finnst mikilvægt að við þekkjum, munum og fögnum.
Dagatalið er skreytt verkum eftir fjölbreytt listafólk.
Skoðaðu sögulegu dagana á dagatalinu hér.