Ég dreifði þessari mynd um háskólabyggingar í háskólanum mínum þegar ég var í skiptinámi í Noregi og skoraði á samnemendur mína að láta reyna á vitneskju sína og skilning í kynfræði. Upprunalega hét myndin „Merkið inn æxlunarfæri kvenna". Hinsvegar var mér bent á að slík orðnotkun tæki ekki til greina reynsluheim trans fólk, og ég breytti því nafninu í „Merktu inn æxlunarlíffærin". Mér finnst gríðarlega mikilvægt að viðurkenna mistök sín og vaxa.
Prentuð á hágæða Munken Polar 240gr. pappír.